Jón og Gunna í dvergalandi
17.4.2009 | 14:47
Einu sinni voru 30 litlir dvergar í dvergalandi. 15 stelpudvergar og 15 strákadvergar, strákadvergarnir hétu allir jón og stelpudvergarnir hétu allir Gunna. Einn daginn þegar stóra dvergafjölskyldan var að fara út þá kom risaskrímsli og ætlaði að éta þá en þá sagði Jón nei hingað og ekki lengra , nú ferð þú , en skrímslið vildi ekki fara eftir fyrirmælum Jóns og þá réðust allar Gunnurnar og allir Jónarnir á skrímslið. En það gékk ekki neitt skrímslið var of sterkt. En þau héldu þó áfram að reyna . Þá byrjaði jörðin að skjálfa og í fjarska sást að yfir hæðina streymdi eitthvað , her eða eitthvað ,herinn nálgaðist svo með miklum hraða og brátt sáu þau að þarna var komin stór her af skrímslum. Af hræðslu hlupu allir dvergarnir í átt að leyni hellinum sínum og sátu þar skjálfandi af ótta . Þau vissu ekkert hvað þau ættu að gera . Einn af Jónunum tók framm kladda og byrjaði að lesa upp og komst að því að það vantaði eina Gunnu . Allir voru miður sín og vissu ekkert hvað skyldi til brags taka. Eftir langann tíma þagnaði all og þau fóru út og þá var eitt skrímsli eftir og það borðaði helling af Jónum og Gunnum . Eftir það þá voru bara einn Jón og ein Gunna eftir , skrímslið fór og samdi við jón um að gera lag um litlu Gunnu og litla Jón í minningu um þau . þetta lag varð mjög vinsælt á meðal barna , en litla Gunna og litli Jón giftust og bjuggu til fleiri Gunnur og Jóna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.