Hr. Hrólfur

Einu sinni var ljótur uppáþrengjandi strákur sem hét Hrólfur. Hrólfur elskaði fótbolta en þurfti samt alltaf að vera dómari af því hann var sá eini sem kunni allar reglurnar og síðan var hann svo lélegur að enginn vildi hafa hann í liðinu sínu. Einn daginn var Hrólfur að hjóla þegar hann klessti á ljósastaur og þá fór hann að grenja. Hrólfur var alltaf mjög óheppinn, hann var búinn að fótbrotna þrisvar og handleggsbrotna tvisvar, það var búið að leggja hann fjórum sinnum inn á spítala.

Það þótti Hrólfi auðvitað mjög leiðinlegt því þá missti hann af fótboltanum. Hrólfur átti einn góðan vin, Smára sem stóð með honum þrátt fyrir allt - en Hrólfur kunni ekki að meta Smára. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir því hvað vinir eru mikilvægir. Daginn sem Hrólfur klessti á ljósastaurinn hafði hann verið að koma frá Smára. Hann hafði rifist heiftarlega við hann um dómarahæfileika sína. Smári hafði verið að reyna að segja honum hversu lélegur dómari hann væri. Hrólfur var svo reiður að hann rauk í burtu í fússi endaði á ljósastaurnum. Hann grenjaði heil ósköp svo það heyrðist um allt hverfið. Smári þekkti hljóðin og hljóp til hans og kom honum í spítala. Hrólfur var mjög ánægður með það og þakkaði honum fyrir. Hrólfur áttaði sig loksins á því að Smári er besti vinur hans og hann ætlar aldrei aftur að vera leiðinlegur við hann. Þeir urðu bestu vinir að ævilokum.

 

Endir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband