Dvergurinn Rindill Rindilsson
17.4.2009 | 14:44
Einu sinni var dvergur sem hét Rindill Rindilsson. Rindill átti heima í litlum skrítnum hól sem að Rindill rétt komst fyrir í. Rindill var svolítill hávaða seggur og kvörtuðu nágrannar hans mjög. Dag nokkurn er Rindill var að rölta einhverstaðar í skóginum fattaði Rindill að hann var að nálgast mannabyggðir og fékk hann þá hugmynd að fara og hrekkja mennina. Hann fer og kíkir í gegnum glugga. Hann var búinn að breyta sér þannig að hann var ósýnilegur. Hann fer að hrekkja og finnst það svo gaman að hætti ekki. Hann veltist um af hlátri, en svo fattaði Rindill að hann var ekki lengur ósýnilegur, honum bregður svo að hann hleypur heim í hólinn sinn. Og hann skammaðist sín svo mikið, en hann hélt að hann gæti bætt fólkinu þetta upp, svo Rindill fer og byrjar á því að vaska upp „allger óþverri" segir hann og hættir því, svo fer hann að hreinsa bað herbergið „voðalega eru mennirnir sóðalegir, þeir láta bara vaða í einhvern dall". Hann fer út í búð og reynir að vinna þar en honum tekst það ekki þannig að hann hittir lítinn strák sem ætlar að reyna að hjálpa honum að verða góður dvergur aftur og þeim tekst það. Rindill og strákurinn verð bestu vinir og Rindill var góður við fólkið eftir það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.