Skólahreystival í Body Pump tíma

Skólahreysti21. nóvember datt nokkrum drengjum í skólahreysti að fá Berglindi kennara og Body Pump þjálfara að koma og kenna einn tíma, því það er góð æfing og styrkir þol og vöðva.

Þessi hugmynd var framkvæmd og vil ég benda á myndasíðu skólans þar sem hægt er að sjá myndir frá þessu og horfa á stutt myndaband http://picasaweb.google.com/grunnblond ásamt fleiri myndum úr skólalífinu.

Berglind stýrði sömu æfingum og konurnar fá tvisvar í viku og gekk misvel hjá hópnum að framkvæma þær.

Skólahreysti IIStrákarnir voru nú í byrjun nokkuð vissir um að þetta væri bara fyrir kellingar og ekkert mál en þeim skjátlaðist svo sannarlega. Eftir að hafa verið að gera æfingar stanslaust eftir tíu lög og bara stutt pása á milli voru lærin farin að titra og svitinn rann niður andlitið.

Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband