Rauði krossinn í 6. bekk
11.12.2008 | 14:25
Þriðjudaginn 2. desember kom Rauði krossinn og kíkti á 6. bekk.
Einar Óli Fossdal og Hafdís Vilhjálmsdóttir komu og fræddu þau nemendurna um starfsemina, starfsfólkið og margt fleira sem tengist Rauða krossinum.
Einnig var sagt frá ferð einni til Sviss sem aðilar frá Rauða krossinum fóru í.
Svo var líka aðalmálið að fá að kíkja inn í sjúkrabílinn, þar inni var margt merkilegt að sjá t.d. hjartastuðtæki, súrefnisgrímur og margt fleira.
Það sem vakti mikla athygli krakkanna var bangsi sem sinnir því hlutverki að róa niður yngri börnin.
Margrét Ásgerður og Elísabet Kristín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.