Óvenjulegur skóladagur
11.12.2008 | 14:22
Ég var á sparkvellinum ásamt mörgum öðrum krökkum, flestum úr unglingadeildinni, allt í einu slokknuðu öll ljós í bænum. Okkur brá öllum og nokkrir öskruðu mikið og urðu hræddir. Allt í einu heyrum við einhvern öskra að allir ættu að fara í íþróttahúsið og hlupu allir af stað. Þegar við voru komin í salinn kom Sigga aðstoðaskólastjóri og spurði hvað í ósköpunum við værum að gera þarna í salnum, það hefði enginn fullorðinn sagt að við ættum að fara þangað.
Við mótmæltum auðvitað og sögðum að einhver skólaliði hefði kallað þetta, en þá hafði bara einhver krakki gargað þetta í einhverju kasti.
Þegar þessi misskilningur var leiðréttur áttu allir að fara í sínar stofur og á leiðinni þangað kom rafmagnið aftur á. Tók smá tíma að koma öllum krökkunum til að fara að læra því margir urðu hræddir og var dálítil spenna í gangi meðal krakkana því rafmagnið fór í það minnsta í tvígang aftur af efri hæð nýja skóla.
Þessi dagur kom mjög mikið á óvart því þetta var frekar spennandi og rafmagnið fór af öllum bænum.
Elín Hulda Harðardóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.