Heimsókn í 3. bekk
11.12.2008 | 14:16
Í lok nóvember var 3. bekkur Grunnskólans á Blönduósi aldeilis heppinn þegar Brunavarnir A-Hún komu og kynntu fyrir bekknum hvernig koma mætti í veg fyrir bruna á heimilum.
Þeir Andrés Leifsson (brunavarnarstjóri) og Hilmar Frímannsson (aðstoða brunavarnastjóri) komu og sýndu nemendum bekkjarins eldvarnarteppi, reykskynjara og fleira, þar á meðal myndband um hvernig ekki ætti að fara með eldinn.
Nemendur bekkjarins sýndu mikinn áhuga og eru nú allfróð um hættuna sem oft fylgir eldinum.
Við töluðum við Helgu Maríu Ingimundardóttur og Bergsvein Snæ Guðrúnarsson og þau fræddu okkur vel um það sem þau lærðu. Þeir sögðu okkur að nota eldteppi á potta og eldavélar" sagði Helga María og við megum ekki setja kerti hjá hlutum sem getur kviknað í" bætti Bergsveinn við.
Guðlaug Ingibjörg og Kristinn Justiniano
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.