Dagur íslenskrar tungu
11.12.2008 | 14:12
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í mörgum bekkjum skólans á mánudaginn 17. nóv. þótt hann hafi verið sunnudaginn 16. nóv.
Í elstu bekkjunum var stafsetning við tónlist", í því verkefni var spilað lag og fengu nemendur texta fyrir framan sig sem var búið var að taka nokkur orð úr textanum og áttu nemendur að skrifa réttu orðin inn í eyðurnar þegar þeir heyrðu lagið.
Í 6. bekk fóru krakkarnir í nýyrðasamkeppni á netinu, en þar áttu þau að búa til ný íslensk orð um alls kyns hluti.
Í 4. bekk bjuggu nemendur til mannlýsingar og svo áttu krakkarnir að leika mannalýsingarnar.
Vafalaust hafa allir bekkirnir gert eitthvað spennandi í tilefni dagsins og haft gott og gaman af.
Elín Hulda Harðardóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.