Skreytingardagur

Jólakassi 10. bekkjar 001Haldinn var skreytingadagur í skólanum þann 4. desember sl.

Á skreytingadögum hér í skólanum skreyta allir bekkir stofur sínar og margir bekkir vinna skemmtileg verkefni saman.

Hjá unglingunum hófst dagurinn á þvi að bekkirnir skreyttu hjá sér stofurnar, skreyttu piparkökuhús og bjuggu til jólakortakassa.

10. bekkur gerði blokkarkassa sem sjá má á myndinni og að auki glymur tónlist frá honum um ganginn.

Eftir þetta var hópavinna. Bekkjunum var skipt í tvo hópa. Þá var hægt að baka piparkökur, búa til jólakort, föndra, búa til alls konar dót hjá Önnu Margreti, t.d. að búa til jólakarla og sauma.

Í lok dagsins voru girnilegu piparkökurnar skreyttar.

Guðbjörg Þorleifsd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband