Hvar eru þau núna? Magdalena Berglind Björnsdóttir
27.11.2008 | 14:00

Haustið '78 hófst skólaganga Berglindar og umsjónarkennari hennar var Silla Hermanns. En hún man þó nokkuð eftir fleiri kennurum en þeir voru Björn Kristjánsson, Þórður Páls, Ingunn Gísla og Arnór Árnason. Svo voru líka íþróttakennararnir, en þeir voru í miklu uppáhaldi ásamt Sillu Hermanns, Indriði Jósafatsson, Guðjón Rúnarsson og svo seinna Þórhalla Guðbjartsdóttir, núverandi skólastjóri, en hún kenndi einnig vélritun. Skólastjóri var Björn Sigurbjörnsson og svo seinna Eiríkur Jónsson. Nemendurnir voru svo eitthvað um 240 en hún er ekki alveg viss um það. Sjálf var Berglind með 33 nemendum í bekk til að byrja með. En vegna mikils fjölda var þeim skipt í tvo hópa, iddara" og úddara". Þ.e.a.s. þeir sem bjuggu fyrir innan á eða utan og var bekknum tvískipt þangað til í 6. bekk, þá voru þau um 25.
Við spjöllum svo aðeins meira og spyrjum þá um breytingar og fengum nokkur svör. Þegar hún var í skóla þá voru nemendur líklega ekkert ákveðnir á því að breyta einhverju. Hlutirnir voru bara svona að það var ekkert pælt meira í því. En þau voru samt svolítið öfundsjúk út í nemendur Húnavallaskóla fyrir stóru og góðu íþróttaaðstöðuna sem þeir voru með. Og svo nefndi hún líka að síðasta árið í skólanum byrjaði bekkurinn hennar að breyta efri hæð félagsheimilisins í núverandi félagsmiðstöðina, Skjólið.
Berglind og nokkrir bekkjarfélagar hennar hafa haldið hópinn og eru með bloggsíðu til að vera í sambandi þar sem einn af bekkjarfélögunum er fluttur til Danmerkur og hinir í Reykjavík. En var hún nokkuð náin Lindu Rut, Svandísi, Hallbirni, Magga, Böðvari og Ágústi. Hittast þessi vinir einu sinni í mánuði á hádeginu og snæða saman í Reykjavík. Þegar Berglind er í bænum þá er stundum reynt að skipuleggja matinn svo hún geti mætt.
Þar sem Berglind er nú kennari þá veit hún mikið um hvernig skólastarfið hefur breyst sem það vissulega hefur. Það er meðal annars fjölbreyttari kennsla og mikið samstarf á milli bekkja. Einnig eru fjölbreyttari tæki; skjávarpar, tölvur og svo framvegis. En hún man eftir að það var bara myndvarpi þegar hún var í skólanum. Núna eru líka skólabækur miklu meira aðlaðandi, með mörgum myndum og yfirleitt litskrúðugar.
Mikið var líka íþróttalífið meðan Berglind stundaði námið. Það var sund, fótbolti, karfa og júdó í svolítinn tíma. Mjög virkt íþróttalíf, eins og það er enn, en núna eru hins vegar færri valkostir.
Eftir grunnskólann fór Berglind til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Svo þegar hún kom heim fór hún í menntaskólann við Sund. Hún tók sér svo pásu í eitt ár en fór svo í íþróttakennaranám. Og er hún núna í fjarnámi í Kennaraháskólanum. Elsti sonur hennar stefnir á að verða íþróttakennari eins og mamma sín. Eldri stelpan hefur þó ekki ákveðið sig en sú yngri er staðráðin í því að verða hárgreiðslukona. Berglind bætir við að það hafi hún líka ætlað þegar hún var yngri.
Margrét Ásgerður og Elín Hulda
Athugasemdir
Mjög flott grein! :)
Stinni (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.