Stíll 2008

máþÞann 22. nóvember síðastliðinn kepptu um 60 félagsmiðstöðvar um sæti í fata-, förðunar- og hárgreiðsluhönnun Stíls. Stíll er keppni á vegum SAMFÉS, en það er Samband íslenskra félagsmiðsöðva. Ákveðið var að þema keppninnar í ár væri framtíðin og þurftu þátttakendur því að hanna fatnað innan siðferðislegra marka sem hæfðu hugtakinu framtíð.

Þar sem hugtakið er mjög vítt var margt sem kom til greina þegar ljóst var að þemað væri þetta, urðu búningar mismunandi og hugmyndir og rök fjölbreytt.

Skjólið, félagsmiðstöðin á Blönduósi, sendi frá sér tvo keppendur sem stóðu saman í einu liði. Keppendurnir voru Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir.

Hugsunin á bak við hönnun þeirra var að tíminn gengur alltaf í hringi. Kjóllinn var því gerður  í stíl Viktoríutímans þar sem lögð var áhersla stíllá stundaglasalögun kvenna og átti því módelið (Margrét) að minna á stundaglas. Pallíettur voru settar framan á kjólinn og þær táknuðu líðandi tímann. Förðunin var unnin við sama hugtak en þar var festur rennilás yfir annað augað og átti hann að tákna komandi tíma að opnast fyrir sjónum manns. Greiðslan var einfaldari en annað og var aðeins túberuð upp að framan og sléttaðir endarnir en þar var hugsað til baka um 1940-1960.

Fulltrúum Skjólsins gekk mjög vel í aðalkeppninni þrátt fyrir að hafna ekki í neinu verðlaunasæti. En þess má geta að þrjár félagsmiðstöðvar af Norðurlandi fengu verðlaun. Félagsmiðstöðin Friður frá Sauðárkróki fékk verðlaun fyrir bestu förðun, Óríó frá Hvammstanga hafnaði í 5. sæti fyrir hönnun og Æskó frá Siglufirði í 4. Sæti, einnig fyrir hönnun en Félagsmiðstöðin Garðalind sigraði keppnina í ár með framúrskarandi hönnun.

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er mjög flottur búningur :)

Guðbjörg (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband