Aðventudagur
20.11.2008 | 14:50
Aðventudagurinn verður haldinn sunnudaginn 23. nóvember kl: 13:00 - 16:00.
Sjórn foreldrafélags grunnskólans stendur fyrir þessu og taka nú hefbundið forskot á aðventusæluna. Á staðnum verður hægt að kaupa alls konar hluti eins og venjulega t.d. föndur, jólaskraut og piparkökur sem síðan er hægt að skeyta á staðnum.
Fyrir þá sem eru ekki í föndurstuði eru spil á staðnum. Tónlistarskólinn verður með tónlistaratriði og 10. bekkur með kaffisölu til fjáröflunar.
Þetta er skemmtileg skemmtun fyrir alla og eru allir beðnir um að koma; ömmur, afar og önnur viðhengi og hafa ánægulegan aðventudag.
Allir eru vinsamlegast beðnir um að mæta með skæri og límstifti.
Guðbjörg Þorleifsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.