Handboltaleikur í Íþróttahúsinu á Blönduósi
20.11.2008 | 14:03
Fimmtudaginn 27. nóvember stendur til að verði handboltaleikur í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Þar munu etja kappi lið Varmahlíðinga og Hvatar. Ungir og efnilegir handboltaiðkenndur Varmahlíðar mæta gestgjöfunum í 3. flokki karla í fótbolta.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem liðin keppa hér á Blönduósi en í vor kepptu þau og vann lið Hvatar sigur á sterku liði Varmahlíðinga. Það er því mikil pressa á að þeir nái að vinna þennan leik eins og þann fyrri.
Í tilefni að leiknum hefur byrjað handboltatímabil í skólaíþróttum og er vel í það tekið. Einnig á að nýta nokkar fótboltaæfingar til að æfa sig fyrir leikinn. Auðvitað eru allir hvattir til þess að mæta og hvetja sitt lið til dáða.
Kristinn Brynjar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.