Breytt út af vananum
20.11.2008 | 13:57

Nemendur voru beðnir um að búa til verkefni sem væri hægt að leggja fyrir hópinn, sem að þessu sinni voru bara stelpur úr 8. -10. bekk. Verkefnið var valið og það fólst í því að allar stelpurnar áttu að mæta með bangsa og kynna þá fyrir hinum, hvaðan þeir voru, hvað þeir hétu og hvaða tilgangi þeir þjónuðu (voru þeir skraut- eða kúrudýr eða lyklakippur)
Var þetta skemmtilegur tími eins og svo oft áður þegar Anna breytir út af vananum.
Elísabet Kristín Kristmundsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.