Á tjá og tundri
20.11.2008 | 13:43
Þann 29. nóvember síðastliðin frumsýndi Fjölbrautarskóli Norðurlands-vestra leikritið Á tjá og tundri eftir Gunnar Helgason. Leikritið fjallar um ungt par sem er að fara að gifta sig en þegar upp koma mál sem ekki hafa verið rædd áður fer allt í pat og leysa þarf úr öllum málum.
Grímur Rúnar Lárusson, fyrrum nemandi Grunnskólans á Blönduósi fer með annað af tveimur aðalhlutverkum leikrtsins og mótleikari hans er Lena Rut Jónsdóttir frá Skagaströnd. Þess má geta að þrír aðrir sem taka þátt í leikritinu koma frá Blönduósi en það eru; Svanur Ingi Björnsson, Jóhannes Magni Magneuson og Júlía Skúladóttir en hún bjó á Blönduósi á sínum yngri árum.
Föstudaginn 21. nóvember mun félagsmiðstöðin Skjólið fara með hóp af krökkum úr 7. - 10. bekk yfir til Sauðárkróks til að sjá leikrtið og eru allir mjög spenntir yfir því. Skráningablað var hengt upp á upplýsingatöflum skólans og meiripartur nemenda hafa þegar skráð sig enda skilst manni að fólki hafi líkað leikritið vel.
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Athugasemdir
þetta er æðisleg sýningmæli með að allir fari..
Elísabet (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.