Stúlknakór Norðurlands vestra

Næstu vikur verður unnið að því að stofna stúlknakór sem mun heita Stúlknakór Norðurlands vestra. Kórinn er ætlaður stelpum á aldrinum tíu til sextán ára. Áheyrendaprufur fyrir þá sem búa á þessu svæði verða föstudaginn 21. nóvember klukkan 17:30 í Tónlistarskólanum á Blönduósi. Þrír dómarar munu velja þá nemendur sem þeir telja að geti tekið þátt í kórnum.

Þátttakendur þurfa að búa sig undir prufurnar með því að æfa eitt lag vel, og syngja eitt lag eða erindi að eigin vali.

Dómarar áheyrendaprufa verða; Alxandra Chernyshova (söng í La Traviata með óperu Skagafjarðar og stýrir Söngskóla Alexöndru á Sauðárkróki), Skarphéðinn Einarsson (Skólastjóri Tólistarskóla A-Hún, einnig er hann með umsjón með Skólalúðrasveit A-Hún) og Elínborg Sigurgeirsdóttir (skólastjóri Tónlistarskóla Vestur-Húnavantssýslu).

Öllum stúlkum á þessu aldri er boðið að taka þátt og þess má geta að þátttaka er ókeypis.

Lokaverkefni kórsins er að hafa tónleika um páskana.

 

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja stelpu hverjar ætla að fara :P?

Elísabet Kristín (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband