Stúlknakór Norðurlands vestra
13.11.2008 | 14:29
Næstu vikur verður unnið að því að stofna stúlknakór sem mun heita Stúlknakór Norðurlands vestra. Kórinn er ætlaður stelpum á aldrinum tíu til sextán ára. Áheyrendaprufur fyrir þá sem búa á þessu svæði verða föstudaginn 21. nóvember klukkan 17:30 í Tónlistarskólanum á Blönduósi. Þrír dómarar munu velja þá nemendur sem þeir telja að geti tekið þátt í kórnum.
Þátttakendur þurfa að búa sig undir prufurnar með því að æfa eitt lag vel, og syngja eitt lag eða erindi að eigin vali.
Dómarar áheyrendaprufa verða; Alxandra Chernyshova (söng í La Traviata með óperu Skagafjarðar og stýrir Söngskóla Alexöndru á Sauðárkróki), Skarphéðinn Einarsson (Skólastjóri Tólistarskóla A-Hún, einnig er hann með umsjón með Skólalúðrasveit A-Hún) og Elínborg Sigurgeirsdóttir (skólastjóri Tónlistarskóla Vestur-Húnavantssýslu).
Öllum stúlkum á þessu aldri er boðið að taka þátt og þess má geta að þátttaka er ókeypis.
Lokaverkefni kórsins er að hafa tónleika um páskana.
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Athugasemdir
jæja stelpu hverjar ætla að fara :P?
Elísabet Kristín (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.