Enskutími 6. bekkjar
13.11.2008 | 14:18
Í dag, þann 13. nóvember, var ensku tími 6. bekkjar með aðeins öðruvísi sniði en venjulega. Anna Margret, kennarinn þeirra, hafði verið að kenna þeim um enska peninga og útbjó þá, pund og pens, og nemendurnir fóru í búðarleik.
Þeim var skipt í 3-4 manna hópa og þar útbjuggu þeir myndir af vörum sem þeir festu svo á stórt spjald og skiptust á að vera "shopkeeper" eða "shopassistant". Þetta er góð og skemmtileg tilbreyting frá bókum, en hún Anna Margret er mikið að kenna bóka laust.
Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.