
Í ár hefur Grunnskólinn á Blönduósi tekið upp á vali sem heitir skólahreysti og er markmið nemenda að fara gegnum þrautir úr skólahreystiskeppninni sjálfri og búa til lið sem keppi fyrir hönd skólans þegar að því kemur. Kennsla í þessum tímum er bara í íþótta- og þreksal og er Ólafur Sigfús íþróttakennari með þessa tíma. Í þessum tímum er oft verið að æfa þol og fara krakkarnir líka í þreksalinn að æfa en sérstaklega eru skólahreystis greinarnar æfðar. Þær eru dýfur, armbeygjur, upphífingar, hreystigreip og hraðabraut. Keppni í skólahreysti á Norðurlandi verður 5. mars 2009 á Akureyri og Grunnskólinn á Blönduósi verður svo sannarlega tilbúinn í slaginn.
Kristinn Justiniano Snjólfsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.