Blönduvirkjun

l_c506cfa8d1c9498b9546c8734c3c0863Á fimmtudaginn skellti 10. bekkur sér með Lilju náttúrufræðikennara upp í Blöndustöð að skoða hvernig rafgmagnið verður til. Við lögðum af stað klukkan átta og vorum komin um hálf tólf til baka. Þegar við komum í Blöndustöð keyrðum við niður jarðgöngin sem liggja að stöðvarhúsinu, þegar inn var komið var tekið á móti okkur og fengum við leiðsögn um svæðið sem endaði svo á að lyfta var tekin upp um 24 hæðir.

Þá var komið að snæðingi, öllum til mikillar gleði, þar var maulað á kexi og svalar þambaðir. Svo máttu allir velja sér boli eftir lit og stærð einnig voru okkur gefnar húfur og frisbídiskar. Svo var bara haldið heim:)

Þetta var skemmtileg og fræðandi ferð svo núna ættu allir í 10. bekk að geta gert verkefnið sem Lilja fól okkur. Það var að svara spurningum um Blönduvirkjun og gera ritgerð. Svona vetvangsferðir eru frábærar til að brjóta aðeins upp á skóladaginn.

Við þökkum fyrir góða ferð.

Elísabet Kristín Kristmundsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband