„Change we need
13.11.2008 | 13:50

Obama tekur formlega við forsetaembættinu af George W. Bush 20. janúar næst komandi og verður áhugavert að sjá hvaða áherslubreytingar verða gerðar á efnahaginum. Þrýstingur er á Obama að loka Guantanamo Bay fangabúðunum en Bush er byrjaður að vinna í þeirri aðgerð. Margir vilja breytingar og eru þær nauðsynlegar, vill Barack Obama meina samkvæmt slagorði hans Change, we need."
Allra augu hafa verið á forsetaframbjóðendum John McCain og Barack Obama síðast liðnar vikur meðan á kosningabaráttu þeirra stóð og yfir kosningar. Ekki fór hún fram hjá okkur Íslendingum þar sem fjölmiðlar komu með fréttir af henni daglega eða svona þar til fjármálafréttir ýttu henni til hliðar.
Kristinn Brynjar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.