BÍÓ Á BLÖNDUÓSI!

Um þessar mundir er 10. bekkur Grunnskólans á Blönduósi á fullu að safna pening fyrir lokaferð sína sem verður í vor. Hugmynd kom upp í koll nemanda bekkjarins að hafa bíó því langt væri síðan síðasta mynd hafi verið sýnd.

Hugmyndin verður framkvæmd í næstu viku og þá líklega á fimmtudaginn, svo endilega takið frá daginn eða kvöldið. Ekki er alveg orðið ljóst hvaða mynd verður sýnd en um góða mynd verður að ræða. Myndin verður auglýst um leið og ákveðið verður hvaða mynd það verður.

Nemendur bekkjarins vonast til að sjá sem flesta og hvetja þeir alla til að mæta.

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband