Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Hvatar
6.11.2008 | 14:25
Uppskeruhátíðin var haldin laugardaginn 1. nóvember síðast liðinn.
Á hátíðinni voru verðlaun veitt fyrir alla yngri flokka. http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=4185 - inn á þessum link eru úrslitin og nokkrar myndir.
Eftir verðlaunaafhendinguna var farið árlegu leikina sem eru skotbolti og fílafótbolti. Í fílafótboltanum kepptu foreldrar á móti krökkum í grunnskóla. Foreldrarnir telja sig hafa unnið en okkur krökkunum fannst þetta sigurmark þeirra ansi vafasamt og ekki gilt (Hilmar lögregla tók boltann með höndunum og kastaði inn í markið).
Eftir alla hreyfinguna bauð Hvöt öllum upp á pizzu og gos.
Allir fóru glaðir og ánægðir heim og með góða mynd af árangri sumarsins.
Elín Hulda Harðardóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.