Lestarvinirnir mættir aftur
6.11.2008 | 14:21
Lestrarvinaverkefnið heldur áfram hjá nemendum í 7. - 10. bekk og 1. - 3. bekk.
Í haust kom nýtt verkefni hjá Berglindi íslenskukennara til að fá unglingana til að lesa meira, það var þörf á því, og svo fær sjöundi bekkur góða æfingu fyrir upplestrarkeppnin. Það er líka góður grunnur í skóla að lesa mikið til að verða fær í flestan sjó.
En verkefnið hefst aftur þann 11. nóvember, eða í næstu viku. Nú verða dregnir nýir lestrarvinir og verður það mjög spennandi.
Yngri hópurinn er búinn að bíða spenntur eftir að fá að lesa með vinunum sínum og verða hæst ánægðir með að einhver kemur og les fyrir þá og þau fái að sýna hæfileika sína í lestrinum.
Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.