Forvarnardagur 6. nóvember
6.11.2008 | 14:19
Ómar Bragi starfsmaður UMFÍ (Ungmennafélags Íslands) kom í morgun og talaði við okkur um íþróttir, forvarnardaginn og hvað við vildum gera þegar við værum búin í grunnskóla.
Ómar er fulltrúi UMFÍ og fer í alla skóla í Austur-Húnavatnsýslu og talar um þetta við alla í 9. bekk, því þetta er aðeins fyrir þá nemendur.
Forvarnardagurinn er með síðu og er það http://www.forvarnardagur.is/ og er þar hægt að fara í net-ratleik þar sem maður svarar spurningum sem maður finnur svör við á mismunandi stöðum t.d. hjá BÍS (Skátahreyfingunni), ÍSÍ (Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands) og UMFÍ og eru stór og vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem senda svörin sín inn og eru svo heppnir að vera dregnir út.
Tekið af síðu forvarnardagsins :
Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Forvarnardagurinn ýtir undir þátttöku í íþróttum og menntun og að eyða tíma með fjölskyldu.
Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.