´80s ball í Skjólinu
6.11.2008 | 14:11
´80s ball var haldið í Skjólinu föstudaginn 17. október. Fólk var beðið að mæta í ‘80s fatnaði. Það mátti sjást að flestir tóku þessi alvarlega og mættu í ‘80s fatnaði sem er auðvitað bara gaman.
Á ballinu voru raddböndin þanin í Singstar ‘80s keppni og voru það Hilmar og Elísabet í 10. Bekk, Guðbjörg í 9. og Maggý í 8. bekk sem unnu - þeim til mikillar gleði :)
Valinn var flottasti ‘80s klæðnaðurinn og var það Stefán í 10. bekk sem fékk þann titil. Svo var dansað við ‘80s lög það litla sem eftir var af kvöldinu.
Held að allir hafi bara skemmt sér vel og var þetta hið skemmtilegasta kvöld, vonumst eftir fleiri svona skemmtilegum kvöldum.
Elísabet Kristín Kristmundsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.