Kenía þemaverkefni 7. - 8. bekkjar

Nú um þessar mundir er í gangi þemaverkefni hjá 7. - 8. bekk.

Kennaranemarnir Rannveig og Sonja stjórna því og snýst þetta alfarið um líf og ástand fólks í Kenía. Þær notuðu verkefnið til að reyna blanda saman öllum námsgreinum þ.e.a.s. íslensku, stærðfræði, ensku, textílmennt og upplýsingatækni.

Þær fjölluðu einnig um Paul Ramses sem er frá Keníu. Þetta verkefni er búið að standa yfir í viku og eru nemendur búnir að búa til veggspjöld, möppur, hafa viðtalsþátt og föndra alls kyns hluti.

Misjafnar skoðanir eru á því hvernig verkefnið er búið að vera, sumt finnst þeim skemmtilegt annað ekki eða þá þeim er búið að finnast allt skemmtilegt eða ekki.

Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband