Ragnheiður Ólafsdóttir

Ég tók viðtal við Ragnheiði Ólafsdóttur,  hún er fædd árið 1977. Ég spurði hana aðeins út í hvernig var að vera í skólanum á Blönduósi þegar hún var í honum frá 1982 til 1992.

 Það voru margir kennarar þegar hún var í skóla og Höddi, Vilborg og Þórhalla eru öll enn að kenna í Grunnskólanum á Blönduósi.

Á hennar tíu árum voru fjórir skólastjórar þeir voru Björn Sigurbjörnssón, Eiríkur Jónsson, Sveinn Kjartansson og Páll Leó Jónsson. Það voru um það bil 200-220 nemendur á hennar skólaárum og með henni í bekk voru alls 22 nemendur.

Ragnheiði fannst mjög skemmtilegt í skólanum og allt var skemmtilegt sem hún var að læra. Hún vildi að íþróttaaðstaðan myndi batna og var byggt nýtt íþróttahús þegar hún var í tíunda bekk og nú er til dæmis kominn nýr sparkvöllur. Hennar bestu vinir voru Erla Jakobs, Erla Íslafold, Vala og Fanney.

Hún er ennþá í fullu sambandi við þær í dag. Kennsluhættir hafa breyst aðeins sagði hún, til dæmis með samkennsluna og fögin. Það var hægt að stunda allar íþróttir sagði hún meðal annars fótbolta,  handbolta, körfubolta, sund og margt fleira. Íþróttalífið var mjög virkt.

 Hún man sérstaklega eftir einu eftirminnilegu atviki þegar hún var á yngsta stigi. Var það þegar var haldin svo kölluð þemavika og var hún kölluð Fjöreggið. Farið var í skrúðgöngu og haldnar margar sýningar sem foreldrar komu til að horfa á.

Það eru tveir frægir sem koma úr hennar bekk. Annar er kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason sem gekk frábærlega vel í sumar og Halli Mummason sem er Austurríki og er í hljómsveit sem er að gera það gott. Ragnheiður á tvö börn sem eru í skóla og annað er í skólanum á Blönduósi og hitt í Þorlákshöfn og ætla þau að stefna á eitthvað íþróttatengt. Svo á hún líka son í leikskólanum Barnabæ.

 Að lokum sagði hún að maður ætti að lifa lífinu í lukku en ekki í krukku.

Kristinn Justiniano Snjólfsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott viðtal :P

Elísabet (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband