Takið 4. nóvember frá fyrir BINGÓ 10. bekkjar
23.10.2008 | 14:14
10. bekkur hefur nú síðustu vikur unnið hörðum höndum við að safna bingóvinningum. Hefur það gengið mjög vel og erum við næstum búin að fylla skrifstofuna hannar Þórhöllu af vinningum.
Í fyrstu héldum við að við myndum fá mjög fá vinninga og við gætum varla haldið bingó útaf efnahagsvandamálum þjóðarinnar, en raunin virtist önnur og voru furðu margir sem réttu okkur hjálparhönd og gáfu okkur góða vinninga.
Bingóið verður haldið þriðjudaginn 4. nóvember. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta því við erum með svakalega vinninga í boði, t.d. föt frá Jack and Jones og Nikita, heil fjöll af hársnyrtivörum, vinninga frá útivistar-verslunum, gistingu í Hvammi í Vatnsdal, gjafabréf á Pottinum og pönnunni og svo mætti lengi telja.
Elín Hulda Harðardóttir
Athugasemdir
Ég ætla bara að leiðrétta að bingóinu var breytt og verður það 5.nóv. en ekki 4.nóv eins og segjir í greininni.
Elín Hulda (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.