VMA og MA heimsóknir

Næstkomandi þriðjudag munu nemendur 10. bekkjar í Grunnskólanum á Blönduósi og Höfðaskóla á Skagaströnd fara í ferð til Akureyrar og fara þar í skoðunaferð um skólana. Í ferðinni verða kynnt fyrir þeim tvö kerfi menntaskóla sem notuð eru á Íslandi, þ.e. menntaskólakerfið og fjölbrautaskólakerfið.

Lagt verður af stað í ferðina að morgni þriðjudagsins 28. október, og heimkoma verður seinna um daginn.

Á síðasta ári fóru fjórir nemendur úr skólanum okkar norður á Akureyri í skóla, en færri komust að en vildu. Miðað við það sem nemendur árgangsins tala um eru fleiri nemendur sem vilja sækja um í vor heldur en í árgangnum á undan.

Nemendur bíða spenntir eftir þessari ferð og vona að þeir að þeir nái að komast að niðurstöðu um skólaval sitt. Búist er við að allir fari í ferðina, en ef einhver vill ekki fara með mun hann bara læra í sínum námsbókum á meðan.

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband