Lögregluheimsókn
23.10.2008 | 13:30
Lögreglu maðurinn Róbert Freyr Gunnarsson kom og heimsótti 1. - 6. bekk nú í vikunni. Róbert var skipaður forvarnafulltrúi lögreglunnar og er búinn að vera heimsækja skólana í Húnavatnssýslunum og fræða nemendur þessara bekkja.
Hann var að tala við þá um alls kyns reglur, líka um heimilið, útiveru, þjófnað og margt annað. Róbert gaf þeim einnig endurskinsmerki með sætum brosköllum svo allir væru glaðir í umferðinni.
Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.