Kennaranemar í skólanum

Um þessar mundir er mikið á seiði í skólanum. Í skólanum eru þrír kennaranemar sem eru að starfa í skólanum ýmist einir eða með öðrum kennurum.

kennarnemar 001Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir er ein af þessum kennaranemum og er hennar aðalgrein stærðfræði og er hún þess vegna hjá Lilju í stærðfræðitímum.

kennarnemar 004Sonja Suska er er aðallega kennari á miðstigi og er oftast í tímum með Hödda og Berglindi, hún kennir aðallega náttúrufræði og samfélagsfræðigreinar þó svo verkefni hennar flétti saman flestar námsgreinar.  

kennarnemar 003Magdalena Margrét Einarsdóttir er íslenskunemi og er hún með bókmenntaverkefni í gangi í unglingadeild.  8. – 10. bekkur er eins og áður hefur komið fram, saman í ensku og íslensku og er bekkjunum skipt í tvo hópa. Magdalena er með verkefni sem byggjast á lestri Mýrarinnar, Spor í myrkri og Mávahláturs. Seinna munu svo lesendur Mýrarinnar horfa á myndina eftir Arnald Indriðason en Baltasar Kormákur leikstýrði og eins myndina Mávahlátur þeir sem lesa hana.

Magdalena og Rannveig munu starfa hér í tvær vikur en Sonja ætlar að vera hér til loka nóvember.

Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá það er svoo gaman að hafa þær hérna haha :D

kennsaln er svooo slök og ekkert að gera ^^, hihihi :)

eða sko alvef fullt að gera*-) bara ekki e-ð erfitt :-# haha

Guðlaug Ingibjörg Steina (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband