Lilja Jóhanna Árnadóttir
16.10.2008 | 14:23

Lilja er fædd 1961 sem gerir hana 47 ára. Við spurðum hana spurninga um skólagöngu hennar. Uppáhaldskennarar hennar voru Örn Ragnarsson sem kenndi henni samfélagsfræði, Eysteinn sem kenndi henni stærðfræði, Aðalbjörg (heimilisfræði) og Eiríkur (íslensku). Og er enginn af þeim starfandi enn í skólanum.
Uppáhalds fag Lilju - sem kom okkur mikið að óvart - var stærðfræði og náttúrufræði þó hún hafi ekki verið mikið kennd. Og kennir Lilja það bæði fögin í dag. Leiðinlegast fagið fannst henni eðlisfræði því það var lítil kennsla í tímum og einn veturinn var danskan leiðinleg.
Lilja telur að það hafi verið yfir 200 nemendur í skólanum þegar hún var nemandi hér og voru 18 með henni í bekk. Skólinn var tvískiptur og var unglingastiginu kennt allan daginn en litlu krökkunum bara eftir hádegi. Bestu vinkonur Lilju á þessum tíma voru Hjalla og Gréta sjöfn.
Það var ekki virkt íþróttalíf þó að krakkarnir hafi fengið 2-3 tíma í íþróttum á viku. Tímarnir voru kynjaskiptir og þá var mikið spilaður handbolti og svo var einn sundtími í hverri viku. Það var ekkert hægt að æfa eftir skóla. En nemendur fengu stundum að leigja salinn(þá var bara gamla íþróttahúsið) og spiluðu þá badminton. Reyndar einn veturinn þjálfaði Eysteinn körfubolta fyrir einn leik á móti Skagstrendingunum sem Blönduóskrakkarnir svo unnu.
Lilju finnst mikið hafa breyst síðan hún var hér í skóla. T.d er miklu betri aðstaða til íþróttaiðkunar og félagslífið hefur mikið breyst. Þá var reyndar bíó tvisvar sinnum í viku á fimmtudögum því þá var ekki sjónvarp og á sunnudögum og var alltaf góð mæting.
Að lokum vill Lilja koma eftirfarandi á framfæri. Grunnskólaárin eru ein af bestu árum ævinnar, maður fattar það sjaldan fyrr en maður er orðin eldri. En munið það, þið eruð bara börn einu sinni. Njótið þess.
Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir og
Elísabet Kristín Kristmundsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.