Felix Bergsson

0CA53F38F2CE1. janúar 1967 var ekki einungis upphaf á nýju ári, heldur kom lítill drengur í heiminn sem fékk nafnið Felix og er hann Bergsson.

Felix gekk í Grunnskólann á Blönduósi fyrstu tvö skólaár sín, eða frá 1973 - 1974 en þá stýrði faðir hans skólanum með harðri hendi.

Líkaði honum vel í skólanum þar sem Sigurlaug Hermannsdóttir kenndi honum að lesa og skrifa. Felix átti tvo bestu vini þá; Theódór (Tedda) sem var ári eldri en hann, og Sverri jafnaldra sinn.

Felix spilaði á blokkflautu á þeim tíma sem hann var í skólanum, mynnist hann þess að hafa átt að spila á flautuna á skemmtun fyrir framan almenning, en því miður hafi hann litið í augu fólksins og sprungið úr hlátri og gat því miður ekki spilað.

Eftir þessi tvö ár í skólanum ákváðu foreldrar hans að flytja suður, varð hann ósáttur við þau, hann vildi vera á Blönduósi.

En í borginni opnuðust nýir heimar fyrir honum, hann fór að æfa körfu- og fótbolta og varð mjög ánægur.

Seinna eignaðist hann síðan fjölskyldu og börn; þau Guðmund og Álfrúnu og hann var söngvari í hljómsveitinni Greifunum.

Sneri hann síðan við blaðinu og komst að því að hann er samkynheigður, flutti hann þá til Bretlands og lærði leikarann.

Í dag, hefur hann það afar gott og alltaf nóg að gera, þar sem hann er leikari, útvarps- og sjónvarpsmaður ásamt því að vera söngvari.

Guðlaug I og Kristinn B.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband