Hugleiðingar um kreppu

currencyNú þegar við erum að ganga inn í kreppu vakna margar spurningar. Margir voru órólegir og eru enn vegna innistæðu sinnar í banka. Öll vitum við að Geir H. Haarde er búinn að lofa okkur því að allt sparifé sé tryggt í bönkum. Foreldrar, það er nauðsynlegt að upplýsa börnin vel um þá stöðu sem við erum í. Margar spurningar hafa vaknað hjá nemendum í skólanum síðastliðna daga. Taka má sem dæmi að ein stelpa spurði hvort að við myndum öll svelta. Sumir unglinganna hafa miklar áhyggjur af framtíðinni til dæmis hvort að þeir geti borgað bílprófið og hvað þá keypt sér bíl. Enn aðrir hafa áhyggjur af því hvort að þeir komist í framhaldskóla eður ei.

Lítil áhrif á bæjarfélagið

Eins og staðan er í dag hefur kreppan lítil sem engin áhrif á fjármálastöðu bæjarfélagsins. Bærinn hefur ekki tekið mikið af erlendum lánum svo að þessi áhrif sem við sjáum skella á sumum bæjarfélögum eru ekki sambærileg hjá okkur. Fjárhagsleg staða Blönduóssbæjar  hefur lítið sem ekkert breyst síðastliðnar vikur. „Við höfum tekið nokkur innlend lán á mjög góðum vöxtum" sagði Arnar Þór, „innistæður okkar í banka eru allar tryggðar af ríkinu" bætti hann við, en bærinn hefur góða samninga í þeim málum.

Haldið áfram við byggingu sundlaugar

Eflaust hafa allir tekið eftir þeim framkvæmdum sem eru hér við skólann, bæði tröppunum við skólann og sundlauginni. Í dag er áætlunin sú að halda áfram með þau verkefni enda eru tröppunar langt á veg komnar. Stígandi er á fullu þessa dagana að slá upp fyrir veggjum sundlaugarbyggingarinnar sem gengur ágætlega. Áætlað er að halda áfram þeirri vinnu, þ.e.a.s. ekki er gert ráð fyrir töfum af völdum fjárhagserfiðleika.  Ekki er búið að bjóða út fleiri hluta sundlaugarverkefnisins en þegar að því kemur verður útboðið þannig lagt upp að tekið verður tillit til gengisbreytinga.
Arnar tók það fram að í þeim hluta útboðsins þar sem að kemur að því að versla erlend aðföng gæti það reyndar orðið erfitt, sérstaklega vegna þess hversu dýr allur influttur varningur er orðinn í dag.

 

Kristinn Brynjar,
Fjölmiðlaval


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góð grein kristinn,, já það hafa sko margir verið að pæla í þessu og þessi spurning til hödda frá guðlaugu á ég eftir ða seyja úr hungri var allveg einstök:D margrét Hildur spurði líka þessara spurningar,, sem er allveg skiljanlegt þegar maður veit lítið sem ekkert um þetta. En ég held nú að hann Hörður sé búin að fræða allaunglinga deildina nokkuð vel um þessi mál núna:P

Elísabet (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband