Geðheilsa barna og unglinga

Nemendaráð skólans fór síðastliðna helgi á landsmót Samfés sem var haldið í Garðinum.

Þar var ýmis skemmtidagskrá en var þar áhersla lögð á síðasta daginn þar sem nemendurnir voru upplýstir um geðheilsu barna og unglinga. Fræðslan fór fram í svo kallaðri „open space“ eða opinni umræðu. En hún fer þannig fram að þú getur labbað inn og út úr umræðunni án þess að það sé dónalegt og þú ræður fullkomlega um hvað þú vilt tala og getur þannig búið til þína eigin umræðu.Krakkarnir lærðu margt og voru einnig uppfræddir um 10. október sem er Geðheilbrigðisdagurinn. En í tilefni af honum er dagskrá sem má sjá á heimasíðu dagsins; http://www.10okt.com ásamt fleiri fræðandi upplýsingum.Krakkarnir voru líka fræddir um að margir misskilja hvað geðsýki er, þ.e.a.s. halda að það að vera geðsjúkur sé að vera bilaður, en geðsýki er svo margt annað. Geðheilsa felst t.d. í hugsunum okkar, tilfinningum og gerðum er við tökumst á við lífið.

Ég hvet ykkur öll til að fræðast meira um Geðheilsu og kíkja á vefinn.

Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband