Tónlist fyrir alla
9.10.2008 | 13:31
Í gærmorgun fóru allir nemendu skólans út í Félagsheimili á tónleika á vegum verkefnisin Tónlist fyrir alla. Er þetta í annað sinn á þessu skólaári sem verkefnið Tónlist fyrir alla er hér í grunnskólanum. Í þetta sinn var það tríóið Guitar Islancio sem hélt tónleika. Tríóið skipa þeir Bjarni Thoroddsen og Gunnar Þórðarson á gítar ásamt Jóni Rafnssyni á kontrabassa. Þeir spiluðu meðal annars nokkur þekkt þjóðlög. Í einu laginu fengu þeir aðstoð frá nemendum skólans en það voru þau Árný í 8. bekk, Hrafnhildur og Halla í 7. bekk og Benni og Kristófer Skúli í 6. bekk sem að spiluðu með þeim Krummi svaf í klettagjá og aðrir nemendur sungu með.
Kristinn Brynjar,
Fjömiðlaval
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.