Grunnskólanemendur í fjarnámi
25.9.2008 | 14:30
Fimm nemendur í 10. bekk Grunnskólans á Blönduósi eru ekki einungis að klára 10. bekkinn heldur eru þeir einnig að taka ensku- og/eða íslenskuáfanga í framhaldsskólum og sitja þá í þeim tímum með sitt eigið efni. Nemendurnir taka efnið sitt ýmist frá Verzló, VMA eða FNV. Þetta gengur allt vel enn og munu áreiðanlega einhverjir nemendur sem nú eru í 9. bekk taka samræmd próf í vor í þeim fögum sem þeir standa sig best í og flýta þannig fyrir sér í framhaldsskólanáminu. Þetta var einnig gert síðastliðin tvö ár, en þá voru nemendur eitthvað færri.Skólinn býður einnig uppá valfög sem nemendur 9. og 10. bekkjar geta tekið próf í og fá þá metnar einingar ef þeir vilja, það er að segja í íþróttafræði 102 og UTN 103.
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Athugasemdir
við vorum nú fimm í fjarnáminu í fyrra líka ;)
hafa þetta rétt ;p
erla (: (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:49
jamm erla,, hehe
Elísabet (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 18:54
já æjji þetta var frekar óskýr grein, var að meina færri því það eru svo margirí utn og íþróttafræði og það eru líka fjanámsgreinar haha :D
en annars geggjuð grein, legg til að það komi fleiri svona hihihi :'D
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:17
það er ekkert fjarnám ef það er kennsla við það í skólanum kjáni ;P
en já flott grein ;d
erla (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.