Lestrarvinirnir
18.9.2008 | 14:13
Í september hófst nýtt verkefni hjá nemendum 7. 10. bekkjar. Þetta verkefni er kallað lestrarvinir. Þar eru börn í fyrsta til þriðja bekk og sjöunda til tíunda bekk pöruð saman og verða þar með lestrarvinir. Lestrarvinirnir hittast einu sinni í viku, á skólatíma, og lesa fyrir hvorn annan og staðfesta svo lestur hins. Þarna æfa yngri börnin sig í lestri sem er mjög nauðsynlegt í byrjun skólans og svo var fundin leið til þess að láta lötu unglingana loksins lesa eitthvað af ráði. Heyrst hefur líka af unglingum að þeim finnist þetta ekki svo galið verkefni. Verkefnið er þó enn á tilraunastigi en verður mjög líklega vegna góðra viðbragða tekið í fulla notkun og verður eitt af þeim kennslu afbrigðum sem verður notað til frambúðar.
Fjölmiðlafræði,
Margrét Ásgerður
Athugasemdir
mínskoðun.. mér fynst þetta ekki beint skemmtilegt verkefni ef ég á að segja eins og er (A) barnið sem ég er að lesa fyrir hefur varla þolin mæði í að hlusta á eina blaðsíðu.. en mér fynst allt í lagi að hlusta á hana lesa:P svo lengi sem ég þarf ekki að lesa
Elísabet (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:51
Þetta finnst mér nokkuð góð hugmynd... þarf að muna að spyrja Elísu Sif hver sé lestrarvinurinn hennar
Rannveig Lena Gísladóttir, 21.9.2008 kl. 17:38
velkomin á bloggið.kv adda
Adda bloggar, 23.9.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.