Bætt við tölvuflota skólans

Nýjar tölvur vekja hrifningu nemenda 

Í byrjun skólaársins keypti skólinn Dell borðtölvur til að hafa í öllum heimastofum. Tölvurnar eru 10 talsins og eru þær ætlaðar bæði kennurum og nemendum skólans til afnota. Nemendur mega vinna í tölvunum við hin ýmsu verkefni sem tengjast skólastarfinu. Nú þegar fjórar vikur eru búnar af skólanum hafa tölvurnar verið mikið notaðar og vöktu þær mikla hrifningu að hálfu nemenda þegar þeim var tilkynnt um tilgang þeirra í stofunum.

 

Einnig fá umsjónarkennarar fartölvur til afnota. Í þeim geta þeir unnið alla sína vinnu til að undirbúa sig fyrir kennslustundirnar. Fartölvurnar eru tengdar við innra net skólans svo að þeir geta notað prentara meðal annars og komist á samgögnin úr sínum stofum. Netið hefur þó verið í einhverju ólagi í fartölvunum en verið er að vinna að úrbótum.

   

Fjölmiðlaval,

Kristinn Brynjar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

búin að kommenta hjá öllum :).. jáp þetta eru flottar tölfur

Elísabet (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband