Samræmd könnunarpróf
21.9.2010 | 14:44
Þessa vikuna standa yfir samræmd könnunarpróf hjá 4., 7. og 10. bekk.
10. bekkur er í prófum mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Íslenskan var á mánudag, enskan á þriðjudag og er stærðfræðin á miðvikudag.
4. og 7. bekkur eru í prófum á fimmtudag og föstudag og eru það bara íslenska og stærðfræði.
Stíft hafa nemendur lært til þess að ná þessum prófum og hafa kennarar, þær Berglind og Lilja, verið svo elskulegar og boðið 10. bekk upp á auka tíma í íslensku og stærðfræði. Hafa sumir ekki verið alveg duglegir að mæta í þá tíma en það er val hvort að mætt er eða ekki. Einnig ber að taka það fram að Berglind bauð upp á íslenskutíma á laugardaginn frá 10-12.
Ég er alveg viss um að 10. bekkur þakkar Berglindi og Lilju alveg rosalega vel fyrir.
Árný 10. bekk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.