Rekstur í Laxárdal

Á laugardaginn, 18. september síðastliðinn, fór fólk úr Húnavatnssýslu og fjölmargir ferðamenn líka, í hestarekstur í Laxárdal. Nokkir fóru ríðandi á hestunum sínum en það fóru mjög margir á bílunum sínum.

Á Laxárdalnum er búið að reka fullt af hestum sem að voru þarna lausir út í haga eða fjöllum um sumarið. Þarna mátti sjá fullt af flottum og glæsilegum folöldum, trippum og fullorðnum hestum. Eins og alltaf koma tónlistarmenn og spila á gítar og harmonikku. Mörg lög eru sungin og taka margir áhorfendur undir með tónlistarmönnunum.

Þegar komið er að því að reka hestana í Skrapatungurétt er lagt af stað frá Laxárdalnum kl 15:00 og er þá fólk á bílum byrjað að keyra burt eða verða eftir. Nokkrir umsjónarmenn fara á undan og svo er hestunum hleypt úr réttinni við Kirkjuskarð og haldið af stað í Skrapatungurétt og eru hestarnir komnir í réttarhólfið þar á milli 15:30 og 16:00.

Á leiðinni í Skrapatungurétt er stoppað á 2-3 stöðum til að hvíla hestana. Það er alltaf stoppað hjá Núpi og Skrapatungu og ef það er stoppað þrisvar er þá stoppað einhvers staðar á miðri leið.

Þegar hestarnir eru komir í réttarhólfið er byrjað að reka nokkra hesta inn í almenninginn og eru þá flestir eigendur komnir þangað og byrjaðir að finna hestana sína.

Þessi smölun er alltaf skemmtileg og stundum eins og lítið ævintýri.

Alexandra Dögg, 8. bekk

               


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband