Rekstur í Laxárdal
21.9.2010 | 14:42
Á Laxárdalnum er búið að reka fullt af hestum sem að voru þarna lausir út í haga eða fjöllum um sumarið. Þarna mátti sjá fullt af flottum og glæsilegum folöldum, trippum og fullorðnum hestum. Eins og alltaf koma tónlistarmenn og spila á gítar og harmonikku. Mörg lög eru sungin og taka margir áhorfendur undir með tónlistarmönnunum.
Þegar komið er að því að reka hestana í Skrapatungurétt er lagt af stað frá Laxárdalnum kl 15:00 og er þá fólk á bílum byrjað að keyra burt eða verða eftir. Nokkrir umsjónarmenn fara á undan og svo er hestunum hleypt úr réttinni við Kirkjuskarð og haldið af stað í Skrapatungurétt og eru hestarnir komnir í réttarhólfið þar á milli 15:30 og 16:00.
Á leiðinni í Skrapatungurétt er stoppað á 2-3 stöðum til að hvíla hestana. Það er alltaf stoppað hjá Núpi og Skrapatungu og ef það er stoppað þrisvar er þá stoppað einhvers staðar á miðri leið.
Þegar hestarnir eru komir í réttarhólfið er byrjað að reka nokkra hesta inn í almenninginn og eru þá flestir eigendur komnir þangað og byrjaðir að finna hestana sína.
Þessi smölun er alltaf skemmtileg og stundum eins og lítið ævintýri.
Alexandra Dögg, 8. bekk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.