Opnunarball Skjólsins
21.9.2010 | 14:35
Opnunarball Skjólsins var haldið föstudaginn 17. september síðastliðinn. Þar komu 8.-10. bekkur saman og fagnaði því að Skjólið væri búið að opna eftir gott sumarfrí.
Mæta átti í fínum fötum og hægt var að panta ½ 12" pizzu frá N1. Krakkarnir gátu skemmt sér á marga vegu; farið í tölvuna, í borðtennis, horft á sjónvarpið, dansað eða bara spjallað og chillað.
Nýlega kom ný Play Station 3 í Skjólið og njóta nemendur góðs af. Tveir leikir eru í boði að fara í tölvunni. Einn fótboltaleikur og einn kappakstursleikur. Svo keypti Skjólið líka iPod í DJ búrið. Hann var reyndar keyptur í fyrra en var aldrei notaður. Þetta var eiginlega orðið nauðsynlegt vegna þess að diskarnir voru orðnir svolítið rispaðir og lögin dálítið gömul.
Kristófer Skúli 8. bekk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.