Nýr skóli - Nýir kennarar

Skólinn okkar fékk nýtt nafn í haust og heitir núna Blönduskóli í stað langlokunnar Grunnskólinn á Blönduósi. Það má því segja að allir hafi byrjaði í nýjum skóla í haust.

Það eru þrír nýir kennarar í skólanum okkar sem að verða að kenna í vetur og verða í afleysingum.

Þessir kennarar eru Helga Ágústsdóttir sem kennir 5. bekk og tónmennt, Jóhannes Guðbjörnsson sem að kennir íþróttir í stað Óla á meðan hann er í fæðingarorlofi og hann er líka að kenna heimilisfræði og hefur verið að leysa af í 4. bekk. Svo er líka Inese Elferte sem að kennir myndmennt og listasmiðju eftir áramót.

Við í fjölmiðlavali bjóðum þessa kennara velkomna til starfa og vonum að þeir verði alltaf góðir við okkur;o)

Halla Steinunn, 9. bekk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband