Færsluflokkur: Dægurmál
Samræmd könnunarpróf
21.9.2010 | 14:44
Þessa vikuna standa yfir samræmd könnunarpróf hjá 4., 7. og 10. bekk.
10. bekkur er í prófum mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Íslenskan var á mánudag, enskan á þriðjudag og er stærðfræðin á miðvikudag.
4. og 7. bekkur eru í prófum á fimmtudag og föstudag og eru það bara íslenska og stærðfræði.
Stíft hafa nemendur lært til þess að ná þessum prófum og hafa kennarar, þær Berglind og Lilja, verið svo elskulegar og boðið 10. bekk upp á auka tíma í íslensku og stærðfræði. Hafa sumir ekki verið alveg duglegir að mæta í þá tíma en það er val hvort að mætt er eða ekki. Einnig ber að taka það fram að Berglind bauð upp á íslenskutíma á laugardaginn frá 10-12.
Ég er alveg viss um að 10. bekkur þakkar Berglindi og Lilju alveg rosalega vel fyrir.
Árný 10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rekstur í Laxárdal
21.9.2010 | 14:42
Á Laxárdalnum er búið að reka fullt af hestum sem að voru þarna lausir út í haga eða fjöllum um sumarið. Þarna mátti sjá fullt af flottum og glæsilegum folöldum, trippum og fullorðnum hestum. Eins og alltaf koma tónlistarmenn og spila á gítar og harmonikku. Mörg lög eru sungin og taka margir áhorfendur undir með tónlistarmönnunum.
Þegar komið er að því að reka hestana í Skrapatungurétt er lagt af stað frá Laxárdalnum kl 15:00 og er þá fólk á bílum byrjað að keyra burt eða verða eftir. Nokkrir umsjónarmenn fara á undan og svo er hestunum hleypt úr réttinni við Kirkjuskarð og haldið af stað í Skrapatungurétt og eru hestarnir komnir í réttarhólfið þar á milli 15:30 og 16:00.
Á leiðinni í Skrapatungurétt er stoppað á 2-3 stöðum til að hvíla hestana. Það er alltaf stoppað hjá Núpi og Skrapatungu og ef það er stoppað þrisvar er þá stoppað einhvers staðar á miðri leið.
Þegar hestarnir eru komir í réttarhólfið er byrjað að reka nokkra hesta inn í almenninginn og eru þá flestir eigendur komnir þangað og byrjaðir að finna hestana sína.
Þessi smölun er alltaf skemmtileg og stundum eins og lítið ævintýri.
Alexandra Dögg, 8. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Opnunarball Skjólsins
21.9.2010 | 14:35
Mæta átti í fínum fötum og hægt var að panta ½ 12" pizzu frá N1. Krakkarnir gátu skemmt sér á marga vegu; farið í tölvuna, í borðtennis, horft á sjónvarpið, dansað eða bara spjallað og chillað.
Nýlega kom ný Play Station 3 í Skjólið og njóta nemendur góðs af. Tveir leikir eru í boði að fara í tölvunni. Einn fótboltaleikur og einn kappakstursleikur. Svo keypti Skjólið líka iPod í DJ búrið. Hann var reyndar keyptur í fyrra en var aldrei notaður. Þetta var eiginlega orðið nauðsynlegt vegna þess að diskarnir voru orðnir svolítið rispaðir og lögin dálítið gömul.
Kristófer Skúli 8. bekk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr skóli - Nýir kennarar
21.9.2010 | 14:31
Skólinn okkar fékk nýtt nafn í haust og heitir núna Blönduskóli í stað langlokunnar Grunnskólinn á Blönduósi. Það má því segja að allir hafi byrjaði í nýjum skóla í haust.
Það eru þrír nýir kennarar í skólanum okkar sem að verða að kenna í vetur og verða í afleysingum.
Þessir kennarar eru Helga Ágústsdóttir sem kennir 5. bekk og tónmennt, Jóhannes Guðbjörnsson sem að kennir íþróttir í stað Óla á meðan hann er í fæðingarorlofi og hann er líka að kenna heimilisfræði og hefur verið að leysa af í 4. bekk. Svo er líka Inese Elferte sem að kennir myndmennt og listasmiðju eftir áramót.
Við í fjölmiðlavali bjóðum þessa kennara velkomna til starfa og vonum að þeir verði alltaf góðir við okkur;o)
Halla Steinunn, 9. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KSNV fundur í Blönduskóla
21.9.2010 | 14:28
Þann 14. september kom fólk frá KSNV (Kennarasamband Norðurlands Vestra) í heimsókn í Blönduskóla til að undirbúa aðalfund KSNV. Aðalfundurinn verður haldinn þann 1. október á Akureyri.
Oftast fundar stjórnin á Sauðárkróki en að þessu sinni er fundurinn haldinn hér í Blönduskóla.
Þau eru fimm í stjórninni og það eru þau Ragga og Tobbi frá Grunnskóla Húnaþings vestra, Sigurlaug frá Árskóla, Fríða frá Grunnskólanum á Siglufirði og Anna Margret Frá Blönduskóla.
Vonandi gekk fundurinn vel hjá þessu ágæta fólki.
Bergþóra 10. bekk, Kristófer Skúli 8. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óvitinn lifir!
21.9.2010 | 13:51
Nú er komið nýtt skólaár og þar af leiðandi nýtt fólk í fjölmiðlavalinu.
Að þessu sinni eru 13 nemendur í valinu - úr 8. - 10. bekk eins og í fyrra.
Þessir nemendur eru:
Alexandra Dögg, Benedikt Axel, Kristófer Skúli og Þórunn Hulda úr 8. bekk.
Friðrik Már og Halla Steinunn úr 9. bekk.
Árný Dögg, Bergþóra Ingibjörg, Elínborg Telma, Hjálmar, Íris Emma, Jóhannes Markús og Maggý Björg úr 10. bekk.
Þessa frábæru unglinga má sjá á myndum í viðeigandi albúmi.
Þessir nemendur ætla að vera duglegir að setja inn fréttir á Óvitann (á þriðjudögum) og líka stendur til að gefa út litla bæklinga fram að jólum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Valbókarverkefni
6.4.2010 | 14:05
Hér er lýsing á valbókarverkefni ykkar.
Lesið þessar leiðbeiningar vel og látið allt koma fram í kynningunni ykkar sem þarna er tekið fram.
Valbók
Nú átt þú að velja þér bók (athugaðu að hún verður að vera aldurs-samsvarandi) og hér að neðan er verkefnið sem fylgir henni.
Byrjaðu strax að lesa bókina og reyndu að vinna verkefnið samhliða.
Áætlað er að kynningar verði dagana 3. - 7. maí.
Ég er ekki búin að draga um röð kynninganna, það skýrist þegar nær dregur.
Undirbúningur:
Mundu að lesa bókina jafnt og þétt - þá er líklegast að árangurinn verði góður. Það er ekki gott að ætla að klára að lesa bókina og allt verkefnið á síðustu stundu.
Undirbúðu kynninguna á sama hátt og hefðbundin ritunarverkefni. Auk þess þarft þú að æfa þig að flytja textann upphátt fyrir einhvern fullorðinn (heima).
Kynningin skal ekki taka lengri tíma en 5 - 7 mínútur.
Inngangur
Hér skal koma fram nafn bókar og lengd. Nafn höfundar og lestrartími. Segðu líka frá öðrum bókum eftir sama höfund ef þær eru til. Láttu koma fram hvort þú hefur lesið þær.
Segðu einnig frá því af hverju þú valdir bókina.
Meginmál
Nú rekur þú söguþráðinn í stuttu máli. Greinir frá aðalpersónunum og lýsir þeim. Nefndu einnig nokkrar aukapersónur og greindu frá hlutverki þeirra. Koma þarf fram tíminn í sögunni (ytri og innri tími) og sögusvið.
Lokaorð
Hér þarf að koma fram hvernig þér líkaði við bókina og af hverju. Hvetur þú aðra til að lesa hana?
Hvernig var frásögnin og hvaða áhrif sagan hafði á þig.
Mat kennara byggist á eftirtöldum þáttum:
Framkoma og framsögn 15%
Uppbygging kynningar 15%
Söguþráður, persónur, tími, umhverfi 35%
Stíll og málfar 25%
Heildaráhrif 10%
Jafningjar og foreldrar munu einnig meta kynningarnar og gildir það mat til einkunnar á móti kennara.
Gangi þér vel og góða skemmtun.
Berglind
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Piparkökuhúsagerð í matreiðslu
8.12.2009 | 14:47
Nemendur í matreiðsluvali á unglingastigi hófu það verkefni að hanna og búa til piparkökuhús þann 23. nóvember. Skiptu þeir sér í fjóra tveggja manna hópa, tveir hópanna ákváðu að gera hefðbundin piparkökuhús en hinir vildu reyna að búa til bíla.
Nemendur voru bjartsýnir og spenntir fyrir verkefninu og var strax byrjað að hanna húsin og bílana.
Nemendur komust þó ekki lengra en það að ná að hnoða í deigið og baka örfáa hluta í húsin ásamt því að vera með alveg nóg af fíflalátum.
Í næsta tíma, þann 30. nóvember, var baksturinn kláraður, þó að það hafi uppgötvast að gleymdist að baka hitt og þetta hjá sumum en það bjargaðist - þó ótrúlegt sé, miðað við allan þann hamagang og vesen sem fylgdi nemendum og bakstrinum.
Í næsta tíma þá nefndi kennarinn að þeir sem ekki hefðu náð að klára piparkökuhúsin skyldu halda áfram og klára þau. Hún fékk þvert nei við því þar sem þolinmæðin og ánægjan var alveg horfin við þetta vandasama verk. Í staðinn endaði tíminn í eintómum súkkulaðiklessum, bókstaflega, og munu nemendur í heimilsfræði líklegast aldrei aftur koma nálægt matarlími eftir ekki svo góða tilraun að súkkulaðimús.
Nemendur komust að því við þessa furðulegu tilraun til að búa til piparkökuhús að hliðarnar bakast ekkert endilega jafn stórar. Það er ekki það einfaldasta í heimi að setja saman piparkökuhús þannig að það passi og sé ekki skakkt og skælt.
Margrét Ásgerður, 10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún
8.12.2009 | 14:44
Tónleikarnir fyrir krakkana í Húnavallaskóla voru haldnir 4. desember, og verða haldnir tónleikar í Hólaneskirkju fyrir nemendurna á Skagaströnd 9. Desember. Að lokum verða haldnir tónleikar í Blönduóskirkju fyrir söngdeild tónlistarskólans 10. desember.
Það eru margir nemendur í tónlistarskólanum, en þetta árið voru það svo margir að ekki gátu allir komist að sem vildu.
Mjög stór hluti nemenda Grunnskólans á Blönduósi er í námi þar, hvort sem það er hljóðfæra- eða söngnám. T.d. er næstum því helmingur nemenda í unglingadeildinni í einhvers lags tónlistarnámi.
Nemendurnir sem að spila eru oft alveg rosalega stressaðir fyrir því að spila á tónleikunum, en gera það samt, og hafa flestir mjög gaman af þessu, bæði þeir sem koma fram, og þeir sem horfa á.
Nemendurnir eru líka oft settir saman í eins konar hljómsveitir, og spila þá með öðrum krökkum.
Það finnst sumum auðveldara og minna stressandi. Einnig er oft skemmtilegra að hlusta á þannig.
Sindri Rafn, 10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Undankeppni Samfés í Skjólinu
8.12.2009 | 14:41
Skjólið hélt undankeppni samfés 2009 4. desember síðastliðinn. Þar kepptu þrír keppendur, það voru þær Guðbjörg í 10. bekk með lagið Við Gróttu" með Bubba, Dagbjört í 8. bekk með lagið Ó, María" og siðan var það Margrét Ásgerður í 10. bekk með lagið Fame" úr leikritinu Fame sem skólinn sýndi á síðustu árshátíð og fór hún með sigur í keppninni.
Dómarar voru Þórhallur Bárðarson og Sigríður Sif. Keppnin var haldin á sama tíma og sleepoverið var í Skjólinu.
Margrét Ásgerður mun þá keppa í stærri undankeppni á Akureyri 29. janúar (heldur hún). Síðan í lokin verður aðalkeppni samfés í Reykjavík, líklega í febrúar.
Guðbjörg, 10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)