Takið 4. nóvember frá fyrir BINGÓ 10. bekkjar
23.10.2008 | 14:14
Í fyrstu héldum við að við myndum fá mjög fá vinninga og við gætum varla haldið bingó útaf efnahagsvandamálum þjóðarinnar, en raunin virtist önnur og voru furðu margir sem réttu okkur hjálparhönd og gáfu okkur góða vinninga.
Bingóið verður haldið þriðjudaginn 4. nóvember. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta því við erum með svakalega vinninga í boði, t.d. föt frá Jack and Jones og Nikita, heil fjöll af hársnyrtivörum, vinninga frá útivistar-verslunum, gistingu í Hvammi í Vatnsdal, gjafabréf á Pottinum og pönnunni og svo mætti lengi telja.
Elín Hulda Harðardóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Viðtal við Ragnar Albertsson
23.10.2008 | 14:05

Höddi og Þórhalla voru þá starfandi við skólann, hans uppáhaldskennari heitir Kristján og hann kenndi ensku og stærðfræði. Skólastjórinn sem var þá heitir Páll Leó.
Ragga fannst gaman í skólanum þegar hann var þar og hans bestu vinir hétu Gunni, Gústi og Tóti og hefur hann samband við þá af og til núna. Eitt af því sem hann vildi breyta þá var að hafa lengri tíma eftir íþrótta tíma. Honum fannst skemmtilegast að læra magrt og mikið en vill ekki nefna eitthvað eitt.
Íþróttir sem voru æfðar þegar Ragnar í skólanum voru fótbolti, körfubolti, og handbolti og hann æfði körfu. Ég spurði hann hvort það væru einhverjir frægir (sem eru núna frægir) í bekknum hans og hann svaraði: Já, Ardís Ólöf.
Hann var mjög góður nemandi og eftirminnilegasta atvikið sem hann varð vitni að var þegar aðstoðarskólastjórinn sprautaði á konuna sína með brunaslöngu.
Guðbjörg Þorleifsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Knattspyrnuæfingar - loksins
23.10.2008 | 14:02
Nú eru knattspyrnuæfingarnar loksins byrjaðar aftur, þær byrjuðu þann 20. október.
Ólafur Sigfús Benediktsson og Brynhildur Erla Jakobsdóttir munu sjá um æfingarnar í vetur.
Æfingarnar eru þannig að strákar í 5. -7. bekk æfa saman og strákar í 8. -10. bekk æfa saman, en stelpunum er skipt þannig að 5. -8. bekkur æfir saman og 9. -10. bekkur æfir saman.
Tímataflan fram að áramótum
Tími | Mánudagur | Þriðjudagur | Fimmtudagur |
15:00 | Strákar 5.-7. b | Stelpur 5.-8. b | Stelpur 5.-8. b |
16:00 | Strákar 8.-10. b | Stelpur 9.-10. b | Stelpur 9.-10. b |
17:00 | Stelpur 5.-8. b | Strákar 5.-7. b | Strákar 5.-7. b |
18:00 | Stelpur 9.-10. b | Strákar 8.-10. b | Strákar 8.-10. b |
Kristinn Justiniano Snjólfsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikskólaíþróttir
23.10.2008 | 13:51
Foreldrafélag leikskólans stendur fyrir þessu skemmtilega uppátæki.
Krökkunum finnst mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu enda er margt brallað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjaskólaferð
23.10.2008 | 13:47
Á mánudaginn fer 7. bekkur á Reykjaskóla.
Fjölmörg ár eru síðan að skólinn byrjaði að senda nemendur í þessar ferðir og eru þær alltaf jafn vinsælar. Með 7. bekknum fer umsjónarkennari þeirra Berglind Björnsdóttir.
Að þessu sinni eru það nemendur sex skóla sem verða á Reykjaskóla. Auk okkar nemenda verða nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd, Oddeyrarskóla á Akureyri, Hrafnagilsskóla, Grunnskóla Húnaþings vestra og þrír nemendur frá Borðeyri.
Vonandi verður ferðin þeirra skemmtileg og lærdómsrík í senn.
Kristinn Brynjar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
VMA og MA heimsóknir
23.10.2008 | 13:39
Næstkomandi þriðjudag munu nemendur 10. bekkjar í Grunnskólanum á Blönduósi og Höfðaskóla á Skagaströnd fara í ferð til Akureyrar og fara þar í skoðunaferð um skólana. Í ferðinni verða kynnt fyrir þeim tvö kerfi menntaskóla sem notuð eru á Íslandi, þ.e. menntaskólakerfið og fjölbrautaskólakerfið.
Lagt verður af stað í ferðina að morgni þriðjudagsins 28. október, og heimkoma verður seinna um daginn.
Á síðasta ári fóru fjórir nemendur úr skólanum okkar norður á Akureyri í skóla, en færri komust að en vildu. Miðað við það sem nemendur árgangsins tala um eru fleiri nemendur sem vilja sækja um í vor heldur en í árgangnum á undan.
Nemendur bíða spenntir eftir þessari ferð og vona að þeir að þeir nái að komast að niðurstöðu um skólaval sitt. Búist er við að allir fari í ferðina, en ef einhver vill ekki fara með mun hann bara læra í sínum námsbókum á meðan.
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögregluheimsókn
23.10.2008 | 13:30
Lögreglu maðurinn Róbert Freyr Gunnarsson kom og heimsótti 1. - 6. bekk nú í vikunni. Róbert var skipaður forvarnafulltrúi lögreglunnar og er búinn að vera heimsækja skólana í Húnavatnssýslunum og fræða nemendur þessara bekkja.
Hann var að tala við þá um alls kyns reglur, líka um heimilið, útiveru, þjófnað og margt annað. Róbert gaf þeim einnig endurskinsmerki með sætum brosköllum svo allir væru glaðir í umferðinni.
Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kennaranemar í skólanum
16.10.2008 | 14:29
Um þessar mundir er mikið á seiði í skólanum. Í skólanum eru þrír kennaranemar sem eru að starfa í skólanum ýmist einir eða með öðrum kennurum.
Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir er ein af þessum kennaranemum og er hennar aðalgrein stærðfræði og er hún þess vegna hjá Lilju í stærðfræðitímum.

Magdalena Margrét Einarsdóttir er íslenskunemi og er hún með bókmenntaverkefni í gangi í unglingadeild. 8. 10. bekkur er eins og áður hefur komið fram, saman í ensku og íslensku og er bekkjunum skipt í tvo hópa. Magdalena er með verkefni sem byggjast á lestri Mýrarinnar, Spor í myrkri og Mávahláturs. Seinna munu svo lesendur Mýrarinnar horfa á myndina eftir Arnald Indriðason en Baltasar Kormákur leikstýrði og eins myndina Mávahlátur þeir sem lesa hana.
Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lilja Jóhanna Árnadóttir
16.10.2008 | 14:23

Lilja er fædd 1961 sem gerir hana 47 ára. Við spurðum hana spurninga um skólagöngu hennar. Uppáhaldskennarar hennar voru Örn Ragnarsson sem kenndi henni samfélagsfræði, Eysteinn sem kenndi henni stærðfræði, Aðalbjörg (heimilisfræði) og Eiríkur (íslensku). Og er enginn af þeim starfandi enn í skólanum.
Uppáhalds fag Lilju - sem kom okkur mikið að óvart - var stærðfræði og náttúrufræði þó hún hafi ekki verið mikið kennd. Og kennir Lilja það bæði fögin í dag. Leiðinlegast fagið fannst henni eðlisfræði því það var lítil kennsla í tímum og einn veturinn var danskan leiðinleg.
Lilja telur að það hafi verið yfir 200 nemendur í skólanum þegar hún var nemandi hér og voru 18 með henni í bekk. Skólinn var tvískiptur og var unglingastiginu kennt allan daginn en litlu krökkunum bara eftir hádegi. Bestu vinkonur Lilju á þessum tíma voru Hjalla og Gréta sjöfn.
Það var ekki virkt íþróttalíf þó að krakkarnir hafi fengið 2-3 tíma í íþróttum á viku. Tímarnir voru kynjaskiptir og þá var mikið spilaður handbolti og svo var einn sundtími í hverri viku. Það var ekkert hægt að æfa eftir skóla. En nemendur fengu stundum að leigja salinn(þá var bara gamla íþróttahúsið) og spiluðu þá badminton. Reyndar einn veturinn þjálfaði Eysteinn körfubolta fyrir einn leik á móti Skagstrendingunum sem Blönduóskrakkarnir svo unnu.
Lilju finnst mikið hafa breyst síðan hún var hér í skóla. T.d er miklu betri aðstaða til íþróttaiðkunar og félagslífið hefur mikið breyst. Þá var reyndar bíó tvisvar sinnum í viku á fimmtudögum því þá var ekki sjónvarp og á sunnudögum og var alltaf góð mæting.
Að lokum vill Lilja koma eftirfarandi á framfæri. Grunnskólaárin eru ein af bestu árum ævinnar, maður fattar það sjaldan fyrr en maður er orðin eldri. En munið það, þið eruð bara börn einu sinni. Njótið þess.
Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir og
Elísabet Kristín Kristmundsdóttir
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stærðfræðitímar hjá 10. bekk vikuna 13.-16.október
16.10.2008 | 13:57
Í þessari viku er búin að vera hjá okkur Rannveig Hjartardóttir kennaranemi. Hún er búin að vera í tímum með Lilju Jóhönnu stærðfræðikennara.
Rannveig kom með skemmtilegt verkefni svo við gætum áttað okkur á hvað einn rúmmetri er stór, hún setti upp einn rúmmetra með stöngum á gólfið og áttum við í tíunda bekk að reyna að koma okkur sem flest inn í rúmmetrann. Hún kom líka með heimaverkefni fyrir okkur sem var mjög skemmtilegt, við áttum að mæla hvað eldhúsgólfið okkar væri margir fermetrar og hvað eldhúsið sjálft væri margir rúmmetrar. Síðustu tvo daga höfum við þreytt samræmt lokapróf í stærðfræði frá árinu 2006.
Kristinn Justiniano og Elín Hulda
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)