Draumaraddir norðursins
8.12.2009 | 14:37

Þeir byrjuðu klukkan fimm og voru til sex. Draumaraddir norðursins er kór sem stelpur frá Blönduósi, Húnavöllum, Hvammstanga, Sauðárkróki og Skagaströnd eru í. Alexandra Cherneshova er stjórnandinn og Elínborg Sigurgeirsdóttir er píanóleikarinn.
Sungin voru tíu jólalög til dæmis Jólin alls staðar og Yfir fannhvíta jörð. Þá sungu stelpurnar lagið Draumaraddir norðursins.
Í Draumaröddum norðursins eru um það bil fjörtíu stelpur en aðeins einn strákur sem syngur einsöng. Kórinn hefur nú farið í tónleikaferð og hélt tónleika á Hvammstanga, á Blönduósi og Skagaströnd en tónleikarnir á Sauðarkróku féllu niður vegna veðurs og verða 12. desember næst komandi.
Tónleikarnir í Blönduóskirkju heppnuðust vel og margir mættu til að horfa á kórinn og ég mæli með því að mæta á tónleikana hjá þeim.
Dagbjört Henný, 8. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt prófasnið í unglingadeild
8.12.2009 | 14:29
Prófin verða afhent á þriðjudagsmorgun og fá nemendur að skoða þau og vinna eins og þeir geta. Prófatíminn sem nemendur fá er frá kl. 8-11, með löngu frímínútum sem eru kl. 09.20-09.40 sem er venjulegur tími í frímínútum.
Eftir að venjulegur tími er útrunninn afhenda nemendur prófið og fá það svo aftur næsta dag. Svona verður fyrirkomulag prófana sem fara fram næsta þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.
Eins og venjulega má ekkert skrifa hjá sér úr prófinu en það má leggja allt á minnið og reyna að muna og læra betur heima eftir að prófið er afstaðið.
Frá kl 11.10-12.30 hafa nemendur leyfi til að spyrja fagkennara um leiðsögn og upplýsingar.
Engin hjálpartæki eru leyfileg nema ritföng og vasareiknir.
Eins og í fögunum eru kennararnir Anna Margret, Berglind, Höddi, Lilja og Ragga.
Árný Dögg 9.bekk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðventuhátíð
8.12.2009 | 14:25
Þann 6. desember klukkan 16:00 var messa í kirkjunni og strax á eftir henni var kveikt á jólatrénu sem stendur nú fyrir utan kirkjuna.
Í messunni sungu auk kirkjukórsins, krakkar frá leikskólanum Vallabóli og Barnabæ, einnig sungu krakkar frá Húnavallaskóla. Lúðrasveit Austur - Húnavatnssýslu spilaði tvö lög og síðan gengu fermingarbörn með kerti um kirkjuna og sungu Bráðum koma blessuð jólin.
Þegar messan var búin var kveikt á jólatrénu sem kemur frá Gunnfríðarstaðarskógi en er gjöf frá vinabæ Blönduóss í Noregi, Moss.
Margir krakkar og fullorðnir söfnuðust saman, mynduðu hring utan um tréð og sungu jólalög. Þá mættu jólasveinarnir og gáfu krökkunum mandarínur við mikinn fögnuð.
Birta Ósk, 8. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólanöldrið
1.12.2009 | 14:59
Það þarf að þrífa og baka, setja upp jólaseríur, helst þrjá hringi í kringum húsið. Það þarf að velja jólamatinn og sjá til þess að hann sé til, sumir sjóða niður rófur og einhverjir græna tómata, húsin eru skreytt hátt og lágt.
En til hvers í ósköpunum spyr ég?
Sumt er alveg gott og gagnlegt en annað er bara algjört rugl, að mínu mati. Það er allt í lagi að þrífa húsið, það er líka voða venjuleg athöfn en að þurfa að binda það við jólin, og svo líka vorin, er gott dæmi um leti finnst mér.
Baka smákökur - það getur verið góð samverustund, bæði að baka þær og borða, en enn og aftur að baka þær bara í kringum jólin er leti að mínu mati, hver vill ekki borða smákökur úti í sólbaði?
Jólaseríur - eitthvað sem ég hef aldrei verið sérlega hrifin af, sérstaklega þegar þær snúa út í garð og sjást ekki frá götunni. Jólaseríurnar eru bara settar upp til að gleðja augað, sanna sig fyrir nágrönnunum og í leiðinni að tjá og sýna hversu smekklegur maður getur verið. Þetta er bara allt of skært og á eftir að skemma augu einhvers einn daginn og það er sett allt of mikið af þessu á flesta staði.
Þá er það næst að hafa einhvern sérstakan jólamat, halda í hefðirnar eða skapa nýjar hefðir varðandi hvað er í matinn. Jólamaturinn er bara vesen að mínu mati. Sá sem eldar stendur í eldhúsinu allan daginn, bókstaflega! Til hvers að vera leggja allt þetta sig fyrir nokkra daga af afgöngum, eða jafnvel yfir áramótin? Ég er búin að tuða um það oft og mörgum sinnum að ég vilji helst bara panta pítsu og vera í náttfötunum.
Fólk leggur það á sig að vera vel til fara á jólunum. Ný jólaföt og kannski skór líka. Kvenkynið, líklega í meira mæli en karlkynið, málar sig líka í framan og leggur það á sig að vera sem fallegastur" þegar hátíðin gengur í garð. Þetta er algjör óþarfi og það er ekki einu sinni þægilegt að vera stífmálaður, í sumum tilvikum, og í stífum blúndukjól með pífum og ég veit ekki hvað og hvað. Náttfötin eru miklu þægilegri og öllum líður líka vel í þeim. Jólin mín í framtíðinni verða haldin hátíðleg á náttfötunum!
Þá að lokum að því að skreyta húsið. Þú þarft að taka það niður aftur, því þá að setja það upp? Ef það er til að skapa stemminguna þá er það ekki rétti jólaandinn að mínu mati, þó að ég sé hræðilega neikvæð varðandi jólin.
Jólatré er þó eitthvað sem ég er samþykk, það þarf að vera einhver staður til að geyma pakkana hjá.
Það sem ég tel vera hið rétta jólaskraut er einna helst kerti. Slökkva ljósin í skammdeginu, kveikja á nokkrum kertum og hlusta á rólega tónlist, mögulega jólatónlist en hún er eitthvað þó sem heillar mig ekki.
Jólatónlistin snýst oft um gjafir og gleði, en ætti að vera meira um ást og umhyggju þó að þau detti alveg inn svona á milli tíða. Jólatónlistin á að skapa einhvert svo rosalega skemmtilegt andrúmsloft en eina það sem þau gera er að krakkarnir fara á milljón útaf spenningi og varla er hægt að nota hana Grýlu gömlu á það. Jólatónlistin á að vera seiðandi og róandi, ekki að ýta undir alla þá spennu og líka stressið sem á það til að byrgjast upp hjá fólki.
En best er að enda þetta á þennan veg
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Jólakveðja,
sú sem skilur Trölla (Margrét Ásgerður 10. bekk)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vetrarsnjór - vangaveltur
1.12.2009 | 14:49
Ungu fólki og börnum finnst líklega gaman að það sé loksins kominn snjór eftir sumarið, þó svo að það sé stutt. Krakkar fara þá oft út að leika sér í snjónum, t.d. í snjóstríði, renna sér á snjóþotum og að búa til snjókarla og snjóhús.
Eldri krakkar hafa kannski ekki alveg jafn gaman að honum og finnst hann ef til vill oft flækjast fyrir sér, en finnst samt gaman að leika sér í snjóstríði og jafnvel á vélsleðum, ef þeir hafa aðgang að svoleiðis tækjum.
Fullorðnir hafa líka mjög misjafnar skoðanir á snjónum. Sumum finnst þetta bara skapa annars óþarfa vinnu við að moka gangstéttar og innkeyrslur og að skafa af bílnum. Aðrir hafa mjög gaman að honum, og fara kannski með vinum og fjölskyldu í vélsleðaferðir og bara út að leika sér.
Að mínu mati er það eins með gamalt fólk, þar sem að aukavinnan getur líka verið mjög erfið fyrir það, eins og að moka gangstéttir, en það getur líka oft fundið einhvern annan til að gera það fyrir sig.
Sumir geta samt haft gaman af snjó, og finnst hann kannski líka fallegur og að hann hafi fríkkandi áhrif á umhverfið.
Sindri Rafn, 10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Facebook dagar
1.12.2009 | 14:46
Undanfarna daga hefur mikið verið fjallað um alls konar daga sem eitthvert fólk hefur samið bara uppúr þurru og sett á facebook.
T.d. má nefna að þarsíðasta föstudag var svonefndur "kick a ginger day", sá dagur snerist um að sparka í rauðhært fólk.
Ekki var sparkað í marga hérna í skólanum líklega vegna fárra rauðhærðra manneskja en það var gert samt, en aðeins á þessum degi. Reglurnar voru þær að það mátti bara sparka, ekki sýna neitt annað ofbeldi.
Síðan hefur einning verið "make love to a ginger day".
Á Pressunni (http://www.pressan.is/) var fjallað um að skólastjóri nokkur hafi sent bréf til foreldra rauðhærða barna um það að hann hafi haft áhyggjur af ofbeldi gegn rauðhærðum vegna þess að krakkar Vestanhafs höfðu þolað mikið ofbeldi þennan dag.
Á föstudaginn verður svo "hug or kiss blondie day!
Maður hugsar nokkuð útí það, hlýða unglingar facebook í einu og öllu?
Það er spurning dagsins.
Guðbjörg, 10.bekk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagur íslenskrar tungu
1.12.2009 | 14:28

Fyrsti bekkur og þriðji bekkur unnu með ljóð. En annar bekkur lærði um Jónas Hallgrímsson, og skrifaði hálft ljóðið Um hana systur mína og myndskreytti.
Anna Margret kennari fjórða bekkjar las fyrir þau ljóð og síðan ræddu þau um það og gerðu ritun.
Fimmti bekkur er ekki búin að gera neitt í sambandi við dag íslenskrar tungu en þau eiga eftir að gera eitthvað spennandi.
Sjötti bekkur lærði líka um Jónas Hallgrímsson, nemendur bekkjarins fundu eitt ljóð og lásu það upp fyrir bekkinn ásamt því að skoða það sem um Jónas er sagt á internetinu.
Sjöundi bekkur var með stöðvar og á stöðvunum voru ljóð, málshættir,orðtök, lesskilningur og ritun.
Unglingadeildin fór um bæinn og tók myndir af einhverju og á þeim átti á vera einhver íslenskur texti. - svokölluð götuljóð. Hugmyndin var fengin af vef Námsgagnastofnunar.
Myndin með greininni er mynd Brynhildar Unu í 10. bekk.
Birta Ósk og Dagbjört Henný, 8. bekk.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Náttfatapartý...
1.12.2009 | 14:23
Núna, föstudaginn 4. desember, v erður náttfatapatý í Skjólinu. Nemendaráðið er búið að skipuleggja alls konar hluti og leiki til að stytta nemendum stundir um nóttina. Meðal annars má nefna jólakortagerð, skreyta piparkökur og svo er öllum leyft að koma með tölvu og hægt er að lana.
Húsið opnar 21:00, lokar klukkan 24:00 og er lokað fram á morgun.
Ég held að flestir plani að vaka alla nóttina eða mest af henni en auðvitað verður svefnsvæði þar sem fólk getur sofið frá klukkan 03:00 án þess að verða ónáðað.
Undankeppni söngkeppni Samfés er einnig þetta kvöld klukkan 22:00 og er alla vega einn keppandi búinn að skrá sig svo vitað sé.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smákökukeppni í ensku
1.12.2009 | 14:20

Til að vinna kökurnar má ekki tala íslensku í tíma, ef einhver slysast til þess, þá er límmiða bætt á boxið en ef allt gengur upp þá tekur hún límmiða af.
Þessir límmiðar eru númeraðir og eru ofaná límbandi sem lokar alveg boxinu sem kökurnar eru í.
Ef það eru enn límmiðar á boxinu þegar jólafríið hefst gefur hún kennurunum kökurnar en ef enginn límmiði er á fáum við í unglingadeild kökurnar.
Hópunum er skipt í stráka og stelpur og eru stelpur að vinna í augnablikinu með eins límmiða mun en enn eru fjórir límmiðar eftir hjá selpunum en fimm hjá strákunum.
Árný Dögg, 9. bekk
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jóla hvað!
25.11.2009 | 15:13
Nú styttist óðum í jólin og víða er allt að gerast í jólaundirbúningi. Það eru þrjár vikur eftir af skólanum þangað til að skreytingadagurinn verður, í vikunni eftir það eru prófin og svo litlu jólin föstudaginn 18. desember.
Berglind íslenskukennari og Anna Margret enskukennari eru báðar byrjaðar á jólaverkefni. Berglind með svokallaða jólabók sem felur í sér verkefni bæði unnin í skólanum og heima. Búa til jólalista, jólasögu, jólakort og ýmislegt fleira. Anna Margret er með verkefni þar sem okkur er skipt í hópa 4 saman og eigum að finna hvernig jólin eru í ákveðnu enskumælandi landi, eigum við svo að búa til veggspjald og svo í lokin er kynning og spurningakeppni milli hópa.
Skreytingadagurinn er 9. desember á miðvikudegi og þá er jólaundirbúningurinn í hámarki í skólanum, krökkunum í unglingadeild er skipt í hópa og eru búnar til piparkökur, stofan skreytt, búin til jólakort og margt margt fleira.
Litlu jólin eru árlegur viðburður hjá skólanum, síðasta skóladaginn í desember og þá hittast allir bekkirnir fyrst uppí kirkju, þar er helgileikur hjá 6. bekk, svo er haldið útí íþróttahús og sungið og dansað í kringum jólatréð. Jólasveinar kíkja í heimsókn og gefa gjafir.
Eftir þetta fer hver bekkur með umsjónarkennara sínum í stofuna sína og er þá jólasaga, spjallað, borðaðar smákökur sem hver og einn kom með fyrir sig og skipst á gjöfum.
Eftir litlu jólin byrjar svo jólafríið og byrjar skólinn svo aftur 5. janúar.
Margrét Hildur, 10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)